Sjáðu hvað viðskiptavinirnir segja
Undurfalleg hönnun og vörur sem gefa og gleðja, nytjamunir, bækur, kerti og fleira. Svo sannarlega þess virði að fá að kíkja á vinnustofuna hjá Hjartalagi.
- Kristín S. Bjarnadóttir
Fallegar, vandaðar og uppbyggilegar vörur. Hjartalag er alltaf fljótt að senda vörurnar og svara skilaboðum - aldrei neitt vesen. Svo er vörunum svakalega vel pakkað inn í póstsendingum, mæli 100% með.
- Kristín Jóna Kristjónsdóttir
Fallegar vörur og dásamlegir textar sem ættu að vera uppi á hverju heimili
- Anný Björg Pálmadóttir
Virkilega fallegar vörur sem ylja manni um hjartarætur.
- Ragnhildur Arna Hjartardóttir
Dásamlega fallegar vörur og Hulda er með hjartað í allri sinni hönnun... það er greinilegt. Fékk að vera gestur hennar á opinni vinnustofu hjá Hjartalagi og átti þar yndislegan dag. Mæli með að fólk fylgist með og láti svona viðburði hjá Hjartalagi ekki framhjá sér fara. Að fá að kynnast vörunum og hönnuðinum á vinnustofunni. Mæli með því!
- Kristín Anna Sæmundsdóttir
Önnur
Námskeið & meðferðir
„Mér fannst virkilega notalegt að koma til Huldu og var tíminn alveg á við tvöfaldan sálfræðitíma. Hulda gaf sér góðan tíma og mér leið aldrei eins og ég væri í einhverri tímaþröng og gat því notið tímans vel. Eftir dáleiðsluna sá ég margt í mínu fari í öðru ljósi og reyni að nýta mér þá reynslu til þess að vera betri útgáfa af sjálfri mér. Það er margt sem maður skilur betur t.d hvers vegna ákveðnir hlutir virðast brenndir í mann og get þá frekar unnið með þá. Ég get heilshugar mælt með því að fara til Huldu, það gerði jákvæða hluti fyrir mig, allt varð einhvern veginn skýrara.“
- N.N.
„Þetta (QHHT dáleiðsla)verða allir að gera sem eru að vinna í sjálfum sér skoða og athuga hvað var tekið með úr fyrri lífum. Það er blessun að geta heilað og sleppt taki á tilfinningum sem þú skildir jafnvel ekki þetta er samt svo miklu, miklu meira takk fyrir mig.“
- Sigríður Jóna
QHHT: „Töfrandi upplifun og ógleymanleg! Hefði aldrei trúað því hvernig ferðalag var î vændum-öll sú viska og tengingar sem ég fann og meika sens í lîfi mínu í dag.Hulda Ólafsdóttirer magnaðasta fagmanneskja andlega heimsins að mínu mati. Hún er sannkölluð hamingjudís sem gefur alla sína hjartahlýju í að heila samferðarmenn sína og gefa þeim dýrmætt sálarnammi fyrir lîfsrîð. Hulda hefur einstakt lag á að snerta hjörtu og ef þú færð tækifæri til að vinna með henni get ég lofað þér að líf þitt verður miklu betra en þig hefði nokkurn tímann grunað. Mæli endalaust með.“
- Aldís Arna Tryggvadóttir
„Þessi dáleiðsla ein sú magnaðasta reynsla sem ég hef nokkru sinni upplifað. Heilunin og meðferðin og úrvinnslan sem fór af stað var frá einhverjum öðrum hnetti. Vinnslan með fyrri líf og fyrri áföll og reynslu sem maður tekur með inn í þetta líf er svo mögnuð og svo sterk að ég á bara ekki orð. Lífsbreytandi meðferðog ég mæli svo mikið með elsku fólk. Takk Hulda og takk Dolores Cannon.“
- Aðalsteinn Júlíusson
„Þetta gaf mér mjög áhugaverð svör um lífið i dag því ég fékk betri skilning á minum tilfinningum til dæmis gagnvart persónu sem ég hef átt erfitt með en skil núna. Einnig mjög gott að fara yfir sitt líf og segja frá því og finna fra þér svo mikinn kærleika og skilning. Ég mæli svo mikið með QHHT dáleiðslunni og finnst að þetta ætti að vera skylda fyrir alla.“
- Anna María
QHHT meðferðin hjá Huldu var ný og sérstök upplifun, að fara frá núinu til fortíðar og framtíðar og þetta svaraði ýmsum spurningum sem ég hef velt fyrir mér um tíma. Hulda er góður leiðbeinandi, hefur góða stjórn á öllu ferlinu og ég upplifði mig öruggan allan tímann sem meðferðin tók.
- Þórður
Ég fór í QHHTdáleiðslu hjá Huldu í maí 2025. Ég fór algjörlega blint í þetta og vissi í raun ekki hvað ég væri að fara að gera. Byrjuðum á spjalli sem var á við góðan sálfræðitíma. Þegar kom að dáleiðslunni þá var eins og ég væri sofandi en samt ekki. Sá og heyrði og margt sem ég hef tekið með mér í þetta líf fékk ég svör við af hverju. Eftir á að hyggja þá man ég allt - ég fann lykt og heyrði hljóð, fann fyrir gömlum tilfinningum, hræðslu gleði og sorg. Fannst það magnað hvað ég staldraði við atvik í þessu lífi sem hefur ætíð staðið í mér en einhvern megin aldrei rætt né gert mér grein fyrir hversu djúpstæð áhrif það hafði á mig. Mögnuð upplifun og Hulda með ótrúlega góða nærveru. Endaði í einni bestu heilun sem ég hef fengið og leið mér svo vel eftir á.
- N.N
QHHT dáleiðslan hjá Huldu var lífsnærandi upplifun sem gaf mér mikla innri ró. Ég fékk skýra innsýn í hegðunarmynstur sem eiga rætur í fyrri lífum og það breytti öllu. Þegar ég vaknaði sá ég heiminn bókstaflega skýrari, litirnir voru skærari og allt léttara. Þessi vinna hjálpaði mér að losa úr mynstrum sem þjónuðu mér ekki lengur og opnaði leið inn í meiri sjálfsvitund og frelsi. Ég mæli innilega með þessari upplifun.
- Hilda Hólm Árnadóttir
Námskeiðið Litað í flæði er eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. Að hafa litla sem enga hæfileika að teikna og fara í flæði undir fallegri handleiðslu Huldu. Hún kemur manni á stað sen á sér enga lýsingu. Töfrum líkast er eitthvað sem hægt er að segja. Þessi upplifun sem ég átti er í raun varla hægt að lýsa nema fara sjálf(ur) á námskeið til hennar.
Mæli svo sannarlega með og ég á eftir að fara aftur
Takk fyrir mig
- Ingibjörg Óladóttir
Námskeið: „Ég var svo heppin að fara á námskeiðið Litað í flæði hjá Huldu Ólafsdóttur í byrjun nóvember sl. Mæli mjög með því. Litir og pappír voru til staðar. Fallegar hugleiðslur og leiðsögn um hvernig að nota liti og leyfa sér að fylgja flæði sem myndast og taka eftir hugboðum. Takk Hulda fyrir að skapa þetta námskeið og stýra því af alúð og hlýju.“
- Solveig Eiríksdóttir
Litað í flæði: „Námskeiðið var ánægjulegt og hvetjandi, fullt af ljósi og hlýju sem er góður jarðvegur sköpunar og flæðis í tengingu.“
- Ingunn Sigmarsdóttir
Markþjálfun: „Hún hjálpaði mér að horfast í augu við sjálfa mig og finna út hvað væri að og hvað ég ég gæti gert í mínum málum.“
- Margrét Bragadóttir
)
Ég ólst upp í sveit norður í landi við sögur af álfum og Huldufólki. Ég teiknaði með vísifingri listaverk í himinhvolfið fyrir ofan mig og horfði á stjörnurnar.
Ég skrifaði sögur, teiknaði og bjó mér til ævintýraheima í huganum og sá fyrir mér heimsfrægð í framtíðinni.
Nú legg ég mitt af mörkum til að gera heiminn örlítið betri með því að breiða út hlýju og kærleika sem víðast með hönnun minni, gullkornum og ljóðum.

Og fáðu gjöf frá Hjartalagi sem er rafrænt plakat. Þú mátt hlaða því niður og prenta út eins oft og þú vilt.